Ferðir & nám
Ferðalög til ESB frá Íslandi
Frá 25. mars 2001 hefur Ísland verið þátttakandi í samstarfi Evrópuríkja sem kennt er við Schengen. Tuttugu og tvö aðildarríki ESB eru aðilar að Schengen-svæðinu, auk EFTA-ríkjanna Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss. Af aðildarríkjum ESB eru Búlgaría, Írland, Króatía, Kýpur og Rúmenía ekki þátttakendur í Schengen-svæðinu.
Ferðast til Evrópu
Skilríki sem Íslendingar þurfa að hafa meðferðis á ferðum innan Evrópu
Ferðir innan Norðurlandanna
Norðurlöndin gera ekki þá kröfu til íslenskra ríkisborgara að þeir hafi vegabréf meðferðis á ferðum sínum þangað. Þó þurfa ferðamenn að vera viðbúnir því að geta sagt á sér deili og í því efni er ekkert skjal öruggara en vegabréfið. Við innritun í flug í norrænum flughöfnum fer það t.d. eftir reglum hvers flugfélags hvaða kröfur eru gerðar um auðkenningu. Algengt er að flugfélög geri kröfu um vegabréf eða önnur persónuskilríki, t.d. ökuskírteini.
Ferðir til annarra Schengen-ríkja en Norðurlanda
Eindregið er mælt með því að fólk hafi ávallt vegabréf meðferðis í ferðum sínum til annarra Schengen-ríkja en Norðurlandanna.
Þótt Íslendingum sé frjálst að fara yfir innri landamærin á Schengen-svæðinu þá takmarkast dvalarréttur eftir sem áður af reglum viðkomandi ríkis eða reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Því þarf einstaklingur almennt að sækja um dvalarleyfi hyggist hann dvelja lengur en 90 daga í viðkomandi ríki.
Ferðir til ESB-ríkja utan Schengen-svæðisins
ESB-ríki utan Schengen-svæðisins gera þá kröfu til íslenskra ríkisborgara að þeir hafi meðferðis vegabréf á ferðum sínum þangað. Almennt er gert ráð fyrir að sótt sé um dvalarleyfi ef dvelja á lengur en 90 daga í viðkomandi landi.
SENDIRÁÐ
SPÁNN Honorary Consulate General Heimilisfang: Hafnartorg, Kalksofnvegur 2, 3rd Floor, 101 Reykjavik Sími: +354 775 9221 Netfang: [email protected] Please note that the Consular Section of the Spanish Embassy is in Oslo
|
NÁM
EUVP-áætlunin
EUVP-áætlunin (European Union Visitors Programme) er námsáætlun ætluð framúrskarandi ungu og sérhæfðu fólki frá löndum utan Evrópusambandsins.
ESB vonast til þess að áætlunin leiði til aukins gagnkvæms skilnings meðal fólks frá mismunandi menningarsvæðum.
Erasmus+
Erasmus+ býður bæði einstaklingum og samtökum alls konar námstækifæri.
Nánari upplýsingar má finna í Leiðbeiningum með Erasmus+ áætluninni. https://ec.europa.eu/programmes/erasmus-plus/resources/programme-guide_en