Heimurinn allur þarf á sigri Úkraínu að halda
24 febrúar 2022, þegar Rússland fyrirskipaði hundruðum þúsunda hermanna til þess að herja inn í Úkraínu, markaði upphafið á gríðarlegum geopólitískum jarðskjálfta. Evrópa hefur nú í tvö ár þurft að búa við grimman veruleika stærsta árásarstríðs í Evrópu eftir Seinni heimstyrjöld og hræðileg voðaverk þess.
Það sem Rússland er að gera er dæmigert nítjándu aldar árásastríð byggt á heimsvelda- og nýlenduhyggju. Úkraína er nú að verða fyrir þeim hrotta sem mörg önnur lönd hafa orðið fyrir í fortíðinni. Fyrir Rússum hefur þetta stríð aldrei snúist um hlutleysi Úkraínu, stækkun Atlantshafsbandalagsins, vernd á rússneskumælandi minnihlutahópum, eða um einhverja aðra lygi.
Rússlandsforseti, Vladimir Putin, hefur ítrekað fullyrt að það sé ekkert sem kallast úkraínsk þjóð og að úkraínsk þjóðernisvitund sé uppsuni. Stríðið snýst einungis um það að tortíma sjálfstæðu ríki, að leggja undir sig land, og að endurreisa yfirráð Rússlands yfir þjóð sem ákvað að stýra eigin framtíð. Fjölmörg ríki um heim allan eru kunnug rússnesku heimsvaldastefnunni, enda ófá ríki sem þurftu áður að líða rússneska nýlenduhyggju og kúgun.
Afleiðingar árásarstríðs Rússlands gegn Úkraínu hafa verið víðtækar. Stríðið hefur haft áhrif á fæðuöryggi og orkuverð, og stríðinu hafa fylgt gríðarlega öflugar útbreiðsluherferðir rangupplýsinga (e. disinformation) sem einnig ætlað er að valda stjórnmálalegum óstöðugleika. Þessar höggbylgjur hafa sannarlega fundist um heim allan. Putin er í auknum mæli að reyna að koma á milliríkjasamskiptum byggðum á fyrirgreiðslum og stigveldi í stað friðsællar samvinnu og alþjóðalaga. Hann hefur sent hersveitir Wagner hópsins til Afríku, stutt valdarán í sumum ríkjum með það markmið að skapa aukinn pólitískan óstöðugleika, og hefur notað fæðuóöryggi sem vopn í efnahagslegum kúgunaraðgerðu. Í viðskiptasamningum hefur hann, til að mynda, boðið upp á korn - nauðsynjavöru sem hann sjálfur gerði fágæta með skipulögðum hætti með því að brenna kornakra Úkraínu, með því að ráðast á vöruhús, og með því að loka fyrir mikilvægar útlfutningsleiðir á sjó.
Stríðið og afleiðingar þess kemur því öllum ríkjum við. Skyldi Rússland bera sigur úr býtum myndi það senda afar hættuleg skilaboð um að "ætið vill valdið sinn vilja hafa". Öll árásargirnd yfirvöld um heim allan gætu þannig freistast til að feta í fótspor Rússlands. Ef árásarhyggja borgar sig á endanum, afhverju ættu þá ekki öll ríki beita árásarstríðum gegn gegn nágrannaríkjum sínum og gera tilköll til landsvæða þeirra? Þetta er ástæðan fyrir því afhverju mörg asísk, afrísk og rómansk-amerísk ríki sjá hag í sigri Úkraínu í stríðinu.
Þegar öllu er á botninn hvolft, þá snýst þetta stríð ekki um "að vestrið sé á móti restinni". Það að styðja Úkraínu þýðir ekki að taka afstöðu "með vestrinu". Þetta snýst um að afneita stríðum og ótta. Þetta snýst um að standa fyrir meginreglum alþjóðasamskipta tuttugustu og fyrstu aldarinnar sem byggjast á gagnkvæmri virðingu, og að styðja rétt Úkraínumanna á frelsi og öryggi. Úkraína og Evrópusambandið deila sameiginlegri sýn á alþjóðasamskiptum tuttugustu og fyrstu aldarinnar sem er akkúrat andstæðan við sýn Rússlands undir Putin. Okkar sýn byggist á alþjóðalögum, virðingu, og gagnkvæmum ávinningi í stað kúgunar, þvingunar, mútugreiðslna og ótta.
Enginn hefur meiri hagsmuni að gæta í skjótum enda á þessu stríði og friði í álfunni heldur en við. Til að ná því markmiði lagði Úkraína fram tíu punkta friðartillögu - sem Evrópusambandið styður heilshugar - sem ekki einungis sér fyrir sér enda á öllum átökum heldur einnig inniheldur tillögur til þess að styrkja fæðuöryggi, kjarnorkuöryggi, umhverfisvernd, orkuöryggi, alþjóðlegt réttlæti, mannréttindi, og virðingu fyrir stofnsáttmála Sameinuðu Þjóðanna.
Þessi friðartillaga er eina raunhæfa friðartillagan sem stendur til boða og við köllum á öll ríki sem eru skuldbundin alþjóðlegum friði að fylgja liði okkar og koma friðartillögunni í framkvæmd. Úkraína er um þessar mundir að undirbúa Alþjóðlegu friðarráðstefnuna í Sviss og Evrópusambandið er akíft að styðja Úkraínu í þeirri skipulagsvinnu. Þjóðarleiðtogar frá öllum heimshlutum munu vinna saman að sameiginlegri, alþjóðlegri stefnu fyrir réttlátum friði í Úkraínu byggðum á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Rússlandi verður þá afhent þessi sameiginlega stefna meirihluta alþjóðasamfélagsins sem mun neyða Rússland aftur við samningaborðið.
Þar sem stríðið er að teygjast inn í sitt þriðja ár, þá einkennist boðskapur okkar helst á seiglu í baráttunni gegn árásarhyggju og skelfingu. Við getum ekki og munum ekki leyfa árásarhyggju borga sig á tuttugustu og fyrstu öldinni. Þess í stað ætlum við að herja saman gegn því. Eina leiðin til þess að ná fullnaðarsigri og réttlátum frið er með tvíefldum stuðningi til Úkraínu. Það er það sem Evrópusambandið hefur akkúrat gert á seinustu mánuðum, og Sambandið stefnir á það að auka stuðning sinn enn frekar á árinu 2024.
Okkar sameiginlega markmið er að tryggja það að Úkraína geti snúið vörn í sókn og náð réttlátum frið eins fljótt og auðið er. Alþjóðlegur stuðningur er nauðsynlegur til þess að ná því markmiði. Það er öllum í hag að viðhalda alþjóðalögum og alþjóðlegu samstarfi. Afturhvarf til liðinna, úreltra tíma sem einkenndust af innrásarstríðum, árásarhyggju, heimsvaldastefnu og nýlendustefnu - hvorki innan né utan Evrópu.