This isn't an official website of the European Union

Alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna: Yfirlýsing frá utanríkismálastjóra ESB Josep Borrell

27.10.2023 EEAS Press Team

Í júní 1945 rættist von þeirra kynslóða sem þurftu að lifa í gegnum heimstyrjaldirnar tvær þegar sáttmáli Sameinuðu þjóðanna tók gildi. Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar í október 1945.

78 árum síðar halda SÞ, með sín 193 meðlimaríki, áfram að vera hornsteinn hins alþjóðlega fjölþjóðakerfis og halda áfram að veita von um bjartari framtíð með opinskáu og heiðarlegri samvinnu og samtali milli ríkja.

Líkt og hver annar arkitekt myndi segja þér, mikilvægasti hluti hverrar byggingar er grunnurinn. Meginreglur og gildi stofnsáttmála SÞ eru jafn þýðingarmikil og mikilvæg og þau voru fyrir 78 árum síðan, jafnvel þótt fjöldi og flækjustig vandamála hafa margfaltast.

En þegar við lítum á ástand heimsins í dag getum við velt því fyrir okkur hvernig - og hvenær - við gátum villst svo langt frá meginstefnum sáttmálans.

Þess vegna verðum við nú, meira en nokkru sinni fyrr, að vinna markvisst og í sameiningu að því að verja grundvallarhugsjónir SÞ og tilgang þess: frið og öryggi, vinsamleg samskipti ríkja, félagslegar framfarir, betri lífskjör og mannréttindi - fyrir alla, alls staðar, sama hvar fólk býr.

Evrópusambandið vinnur náið með SÞ til þess að standa vörð um stofnsáttmálann og lög þess og gildi. Við gerum það með fjölda áætlana og verkefna - allt frá "2030 áætluninni að sjálfbærri uppbyggingu" (2030 Agenda for Sustainable Development), til hins metnaðarfulla stefnupakka "Okkar sameiginlega áætlun" (Our Common Agenda) og undirbúnings fyrir 2024 "framtíðarfundinum" (Summit of the Future).

Forysta SÞ og virkni þess á alþjóðavettvangnum halda áfram að vera gríðarlega mikilvæg til þess að takast á við þær fjölmörgu áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir, t.d að tryggja frið og öryggi og takast á við loftstlagsvandann, og að stuðla að aukinni stafrænni stjórnsýslu.

Í dag, á stofndegi SÞ, skulum við öll rifja upp sögu SÞ og muna hvernig þetta allt hófst. Látum sýn stofnenda SÞ hvetja okkur til dáða og leiða okkur í áttina að betri framtíð.

Evrópusambandið mun fylgja SÞ hvert einasta skref áfram.

Nabila Massrali
Spokesperson for Foreign Affairs and Security Policy
+32 (0) 2 29 88093
+32 (0) 460 79 52 44
Xavier Cifre Quatresols
Press Officer for Foreign Affairs and Security Policy
+32 (0)2 29 73582
+32 (0)460 75 51 56