This isn't an official website of the European Union

Vilborg Harðardóttir ráðin til Sendinefndar Evrópusambandsins

Sendinefnd Evrópusambandsins býður Vilborgu Harðardóttur velkomna til starfa, en hún hóf nýlega störf sem starfsnemi við stjórnmála- og upplýsingadeild sendinefndarinnar.

 

Vilborg er útskrifuð frá Háskóla Íslands með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði og hefur reynslu á fjölbreyttum sviðum. Samhliða náminu starfaði hún meðal annars sem forstöðumaður félagsmiðstöðvar og kennari í grunnskóla, sem hefur veitt henni góða innsýn í samfélagsleg mál og þjónustu sveitarfélaganna.

Vilborg lauk nýlega meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu (MPA) við Háskóla Íslands, þar sem hún lagði sérstaka áherslu á velferðarmál og málefni barna og ungmenna.

Vertu velkomin til starfa!