Vilborg Harðardóttir ráðin til Sendinefndar Evrópusambandsins
© European Union, 2024
Vilborg er útskrifuð frá Háskóla Íslands með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði og hefur reynslu á fjölbreyttum sviðum. Samhliða náminu starfaði hún meðal annars sem forstöðumaður félagsmiðstöðvar og kennari í grunnskóla, sem hefur veitt henni góða innsýn í samfélagsleg mál og þjónustu sveitarfélaganna.
Vilborg lauk nýlega meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu (MPA) við Háskóla Íslands, þar sem hún lagði sérstaka áherslu á velferðarmál og málefni barna og ungmenna.
Vertu velkomin til starfa!