Viðvörun - eldgos hafið norður af Grindavík
© European Union, 2024
Eldgos er hafið norður af Grindavík og neyðarástandi hefur verið lýst yfir.
Aðgangur að svæðinu er bannaður og fólk er beðið að fljúga ekki drónum á svæðinu þar sem þeir geta truflað aðgerðir viðbraðgsaðila.
Fylgist vel með upplýsingaveitum almannavarna og fylgið leiðbeiningum yfirvalda á www.almannavarnir.is
Þurfið þið aðstoð? Hringið í neyðarlínuna í síma 112 í neyðartilfellum eða hafið samband við Rauðakrossinn í síma 1717.
Ertu ríkisborgari Evrópusambandsríkis og þarft á ræðismannsaðstoð að halda? Skoðaðu upplýsingar um ræðismannsaðstoð hér: https://www.eeas.europa.eu/delegations/iceland/consular-protection-eu-citizens-iceland_en