This isn't an official website of the European Union

Utanríkisráðherra boðið í hádegisverð með sendiherrum aðildarríkja ESB

Þann 18 febrúar 2025 var utanríkisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, boðið í sérstakan hádegisverð með sendiherrum aðildarríkja Evrópusambandsins.

 

Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Clara Ganslandt, bauð utanríkisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, og fylgdarliði hennar í sérstakan hádegisverðarfund með sendiherrum aðildarríkja Evrópusambandsins.

Auk utanríkisráðherra og samstarfsfólks hennar sóttu sendiherrar Danmerkur, Frakklands, Póllands, Svíþjóðar og Þýskalands fundinn ásamt fulltrúm sendiráðs Finnlands og starfsfólki sendinefndar Evrópusambandsins. Hádegisverðurinn var í boði Sendinefndar ESB á Íslandi.

Við þökkum utanríkisráðherra fyrir góðan fund.