This isn't an official website of the European Union

Starfsfólk Sendinefndarinnar aðstoðaði Samhjálp við jólaundirbúning

Þann 4. desember aðstoðaði sendinefnd ESB Samhjálp við undirbúning fyrir komandi jólahátíðina.

 

Þann 4. desember 2024 heimsótti sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Clara Ganslandt, ásamt starfsfólki sendinefndarinnar, skrifstofu Samhjálpar. Þar aðstoðaði hópurinn samtökin við undirbúning þess mikilvæga hjálparstarfs sem Samhjálp stendur fyrir um jólahátíðina.

Hópurinn aðstoðaði við innpökkun á 240 jólagjöfum en Samhjálp kemur til með að veita hundruði jólapakka til fólks á öllum aldri sem þarf á stuðningi að halda yfir jólin.

Samhjálp hefur starfað frá árinu 1973 og sinnir fjölbreyttri hjálparstarfssemi á höfuðborgarsvæðinu. Meðal verkefna samtakanna má nefna rekstur meðferðarheimila, áfangaheimila, og kaffistofu þar sem Samhjálp veitir gestum máltíð á hverjum degi, allan ársins hring.

Sendinefndin þakkar Samhjálp fyrir hlýjar móttökur og fyrir þeirra framlag til samfélagsins.