This isn't an official website of the European Union

Sendinefnd tékkneska þingsins heimsækir Ísland

 

Sendinefnd tékkneska þingsins er stödd á landinu til þess að styrkja tvíhliða samstarf og samskipti milli Íslands og Tékklands. Sendinefndin samanstendur af varaforseta neðri deildar tékkneska þingsins, fulltrúum utanríkismálanefndar tékkneska þingsins, sem og sendiherra Tékklands gagnvart Íslandi.

Hópurinn heimsótti sendinefnd Evrópusambandsins og fundaði með sendiherra ESB á Íslandi, Lucie Samcová-Hall Allen. Á fundinum var m.a. rætt um samstarf og samskipti milli Íslands og Evrópusambandsins, þátttaka Íslands í samstarfsáætlunum Evrópusambandsins, ofl.

Áður hafði hópurinn einnig heimsótt Alþingi og fundað með forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, og fulltrúum úr utanríkismálanefnd Alþingis. Einnig heimsótti tékkneska sendinefndin utanríkisráðuneytið.

EU Del Iceland Czechia