Sendinefnd ESB þakkar Rögnu Dúu Þórsdóttur fyrir vel unnin störf
© European Union, 2024
Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi kveður Rögnu Dúu Þórsdóttur eftir vel unnin störf sem starfsnemi við stjórnmála- og upplýsingadeild sendinefndarinnar.
Sem starfsnemi sá Ragna Dúa um verkefni sem sneru m.a. að störfum Alþingis, EES-samstarfinu, Norðurslóðarmálum, orkumálum, umhverfis- og loftslagsmálum o.fl. Þar að auki sinni Ragna Dúa viðburðaskipulagningu, ræðu- og greinaskrifum, þýðingarvinnu, og umsjón samfélagsmiðla.
Ragna Dúa hefur verið öflugur starfskraftur hjá sendinefndinni undanfarna mánuði og við óskum henni góðs gengis í framhaldsnámi sínu.
Á myndinni má sjá Sendiherra ESB, Clara Ganslandt, veita Rögnu Dúu vottorð um starfsnámslok.