This isn't an official website of the European Union

Sendinefnd ESB þakkar Arnheiði Björnsdóttur fyrir vel unnin störf

Arnheiður Björnsdóttir lauk starfsnámi sínu við sendinefndina í dag. Sendinefndin þakkar henni fyrir vel unnin störf.

 

Arnheiður Björnsdóttir lauk störfum í dag sem starfsnemi við stjórnmála- og upplýsingadeild sendinefndarinnar.

Sem starfsnemi sá Arnheiður um verkefni sem sneru m.a. að störfum Alþingis, EES-samstarfinu, orkumálum, umhverfis- og loftlagsmálum, sjávarútvegsmálum o.fl. Þar að auki aðstoðaði Arnheiður við skipulagningu viðburða, ræðu- og greinaskrif, þýðingarvinnu og umsjón samfélagsmiðla.

Sendinefndin þakkar henni fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í nýjum verkefnum.