Sendinefnd ESB þakkar Arnheiði Björnsdóttur fyrir vel unnin störf

© European Union, 2025
Arnheiður Björnsdóttir lauk störfum í dag sem starfsnemi við stjórnmála- og upplýsingadeild sendinefndarinnar.
Sem starfsnemi sá Arnheiður um verkefni sem sneru m.a. að störfum Alþingis, EES-samstarfinu, orkumálum, umhverfis- og loftlagsmálum, sjávarútvegsmálum o.fl. Þar að auki aðstoðaði Arnheiður við skipulagningu viðburða, ræðu- og greinaskrif, þýðingarvinnu og umsjón samfélagsmiðla.
Sendinefndin þakkar henni fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í nýjum verkefnum.