This isn't an official website of the European Union

Sendinefnd ESB þakkar Óskari Erni fyrir góð störf

Óskar Örn Bragason lauk starfsnámi sínu við Sendinefndina síðastliðinn föstudag. Sendinefndin þakkar honum fyrir vel unnin störf.

 

Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi kveður Óskar Örn Bragason eftir frábær störf sem starfsnemi í stjórnmála- og upplýsingadeild sendinefndarinnar.

Sem starfsnemi sá Óskar Örn um verkefni sem sneru m.a. að málefnum útlendinga, umhverfis- og loftslagsmálum, störfum Alþingis, ásamt ferðamálum og fleiru. Þar að auki sinnti Óskar greiningu á fjölmiðlaumfjöllun og stjórnmálasviptingum, ræðu- og greinaskrifum, þýðingarvinnu, samfélagsmiðlaumsjón og skipulagningu viðburða.

Óskar Örn hefur verið öflugur starfskraftur hjá okkur síðustu sex mánuði og óskum við honum alls hins besta í framtíðarverkefnum.

Á myndinni má sjá Sendiherra ESB, Lucie Samcová-Hall Allen, veita Óskari Erni vottorð um starfsnámslok.