This isn't an official website of the European Union

Sendiherrar ESB-ríkja funda með forsætisráðherra

Árlegur fundur sendiherra aðildarríkja ESB gagnvart Íslandi sem haldinn var 19. júní 2024. Sendiherrar 21 aðildarríkja mættu og funduðu með forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssyni. Meðal annarra heiðursgesta voru Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor, og Bogi Ágústsson, fréttamaður.

 

Árlegur sendiherrafundur aðildarríkja Evrópusambandsins var haldinn á Edition hótelinu í Reykjavík í gær. Sendiherrar 21 aðildarríkja gagnvart Íslandi mættu á fundinn sem skipulagður var af Sendinefnd ESB á Íslandi.

Gestir í fyrri hluta fundarins voru þau Bogi Ágústsson, fréttamaður hjá RÚV og Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fluttu þau erindi um íslensk stjórnmál í víðu samhengi, m.a. um þau málefni sem mest hafa verið áberandi í íslenskri stjórnmálaumræðu undanfarið, afstöðu Íslands í utanríkismálum og nýafstaðnar forsetakosningar.

Í seinni hluta fundarins kynnti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra helstu verkefni og stefumál ríkisstjórnarinnar, nýlegar vendingar í íslenskum stjórnmálum og mikilvægi alþjóðasamvinnu fyrir Ísland.

Sendinefnd ESB á Íslandi þakkar gestum fundarins, þeim Boga, Silju Báru og Bjarna kærlega fyrir komuna og fyrir gagnlegar og fróðlegar umræður. Sömuleiðis þakkar sendinefndin öllum sendiherrunum sem komu á fundinn kærlega fyrir þátttökuna og góðar umræður.

Við hlökkum til að sjá ykkur aftur að ári liðnu!

EU DEL Iceland - EU 27 HOMS 19.06.2024