Sendiherrar ESB-ríkja funda með forsætisráðherra
Árlegur sendiherrafundur aðildarríkja Evrópusambandsins var haldinn á Edition hótelinu í Reykjavík í gær. Sendiherrar 21 aðildarríkja gagnvart Íslandi mættu á fundinn sem skipulagður var af Sendinefnd ESB á Íslandi.
Gestir í fyrri hluta fundarins voru þau Bogi Ágústsson, fréttamaður hjá RÚV og Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fluttu þau erindi um íslensk stjórnmál í víðu samhengi, m.a. um þau málefni sem mest hafa verið áberandi í íslenskri stjórnmálaumræðu undanfarið, afstöðu Íslands í utanríkismálum og nýafstaðnar forsetakosningar.
Í seinni hluta fundarins kynnti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra helstu verkefni og stefumál ríkisstjórnarinnar, nýlegar vendingar í íslenskum stjórnmálum og mikilvægi alþjóðasamvinnu fyrir Ísland.
Sendinefnd ESB á Íslandi þakkar gestum fundarins, þeim Boga, Silju Báru og Bjarna kærlega fyrir komuna og fyrir gagnlegar og fróðlegar umræður. Sömuleiðis þakkar sendinefndin öllum sendiherrunum sem komu á fundinn kærlega fyrir þátttökuna og góðar umræður.
Við hlökkum til að sjá ykkur aftur að ári liðnu!
Anton Brink, 2024