Sendiherra ESB ávarpar málþing um ávinning íslenskrar þátttöku í rannsóknar- og nýsköpunaráætlunum ESB
Málþingið "Þetta byrjar allt á góðri hugmynd!", sem skipulagt var af Rannís, um ávinning þátttöku íslenskra fyrirtækja og stofnana í rannsóknar- og nýsköpunaráætlunum Evrópusambandsins var haldið á Grand hótel Reykjavík í ljósi þess að tímabil áætlananna er nú hálfklárað, en tímabilið nær frá 2021 til 2027.
Sendiherra Evrópusambandsins, Clara Ganslandt, sagði í ávarpi sínu:
"Í þrjá áratugi hafa íslenskar stofnanir og einkaaðilar verið afar virkir, mikils metnir og árangursríkir þátttakendur í samstarfsáætlunum ESB. Frá upphafi EES-samstarfsins er áætlað að ESB hefur varið amk 80 milljörðum króna í samstarfsverkefni á Íslandi."
Sendiherrann lagði áherslu á sérstaklega góðan árangur íslenskra umsókna í rannsóknar- og nýsköpunarsjóði ESB, t.d Horizon, en um 20% íslenskra umsókna fá úthlutað styrk. Það er mun hærra hlutfall af árangursríkum umsóknum en í öðrum samstarfsríkjum.
Sendiherra lagði áherslu á mikilvægi náins samstarfs meðal evrópuríkja til þess að tryggja það að Evrópa haldi áfram að vera orkustöð nýsköpunar, vísinda, rannsókna, viðskipta og listsköpunar í ljósi aukinnar samkeppni við önnur stækkandi hagkerfi. Sendiherra sagði Evrópusambandið taka þessu alvarlega og því hefur Framkvæmdastjórn ESB ákveðið að eyrnamerkja 93,5 milljörðum evra til rannsóknar- og nýsköpunarsamstarfs undir Horizon Europe.
Að lokum vék sendiherra að 30 ára afmæli EES-samningsins og sagði:
"Þessi mikilvægi samningur veitir Íslendingum aðgang að samstarfsáætlunum og verkefnum Evrópusambandsins líkt og Horizon Europe, Life, og Digital Europe. EES-ríkin þrjú, Ísland, Noregur og Liechtenstein, eru nánustu samstarfsríki Evrópusambandsins sem ekki eru fullgild aðildarríki ESB."
Hægt er að horfa á málþingið í heild sinni hér:
https://www.rannis.is/frettir/thetta-byrjar-allt-a-godri-hugmynd-1