This isn't an official website of the European Union

Ragna Dúa Þórsdóttir ráðin til Sendinefndar Evrópusambandsins

Sendinefnd Evrópusambandsins býður Rögnu Dúu Þórsdóttur velkomna til starfa, en hún hóf nýlega störf sem starfsnemi við Stjórnmála- og upplýsingadeild sendinefndarinnar.

 

Ragna Dúa er útskrifuð frá Háskóla Íslands með BA gráðu í heimspeki með tölvunarfræði sem aukagrein. Samhliða því námi sat hún í stjórn Soffíu, félagi heimspekinema, ásamt því að vera aðstoðarkennari við iðnaðarverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands.

Ragna Dúa leggur nú stund á meistaranám í stjórnmálafræði, heimspeki og opinberri stjórnsýslu við University of Milan á Ítalíu þar sem áherslusvið hennar er samband tækninnar og samfélagsins, ásamt því að rannsaka áhrif skautunar á stjórnmál og fjölmiðlalandslagið.

Vertu velkomin til starfa!