Orange the World: ESB á Íslandi tekur þátt í alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi
Yfirskrift ársins hjá Orange the World er:
“Á hverjum 10 mínútum er kona myrt. #Noexcuse (engin afsökun). Sameinumst gegn kynbundnu ofbeldi.”
Átakið vekur athygli á þeirri aukningu sem orðið hefur á kynbundnu ofbeldi og leggur sérstaka áherslu á kvennamorð. Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af maka, fyrrverandi maka eða nánum ættingja.
ESB á Íslandi tók þátt í alþjóðlega átakinu með því að lýsa upp skrifstofu Sendinefndar ESB við Reykjastræti í appelsínugulum lit og flögguðum appelsínugulum fána, en það er einkennislitur alþjóðlega átaksins. Sendinefnd ESB dreifir efni á samfélagsmiðlum sem fjallar um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi.
Þar að auki tók sendiherra Evrópusambandsins og starfsfólk sendinefndarinnar þátt í Ljósagöngu UN Women á Íslandi ásamt öðrum sendiherrum ESB-ríkja og starfsfólki þess. Þessi öfluga ganga minnir okkur á sameiningarkraft fjöldans í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi.
á Íslandi voru ýmis kennileiti lýst upp í appelsínugulum lit þar á meðal Harpa, Hallgrímskirkja, Háskóli Íslands og Stjórnarráðið.
Ofbeldi gegn konum er ekki bara glæpur - það er svik við okkar sameiginlegu gildi um reisn, jafnrétti og réttlæti. Það ógnar stöðugleika samfélaga, brýtur á mannréttindum og elur á ójöfnuði. Þetta er ekki einkamál eða kvennamál - þetta er pólitískt mál. Breytingar hefjast með okkur og þær byrja núna. - Stefano Sannino, aðalritari utanríkisþjónustu Evrópusambandsins.
Með sameiginlegu átaki og vitundarvakningu getum við bundið enda á kynbundið ofbeldi. Viðburðir eins og Orange the World minna okkur á mikilvægi þess að grípa til sameiginlegra aðgerðar og sýna samstöðu.
Kynntu þér meira:
https://europa.eu/!76XhfR og https://europa.eu/!pJjcrG og https://europa.eu/!V3DgdH