This isn't an official website of the European Union

Orange the World: ESB á Íslandi tekur þátt í alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi

Þann 25. nóvember tók Sendinefnd Evrópusambandsins þátt í alþjóðlegu átaki, Orange the World, í tilefni alþjóðlegs dags gegn kynbundnu ofbeldi. Þessi dagur markar einnig upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi, sem stendur til 10. desember, en þá er alþjóðlegi mannréttindadagurinn.

 

Yfirskrift ársins hjá Orange the World er:
“Á hverjum 10 mínútum er kona myrt. #Noexcuse (engin afsökun). Sameinumst gegn kynbundnu ofbeldi.”

Átakið vekur athygli á þeirri aukningu sem orðið hefur á kynbundnu ofbeldi og leggur sérstaka áherslu á kvennamorð. Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af maka, fyrrverandi maka eða nánum ættingja.

ESB á Íslandi tók þátt í alþjóðlega átakinu með því að lýsa upp skrifstofu Sendinefndar ESB við Reykjastræti í appelsínugulum lit og flögguðum appelsínugulum fána, en það er einkennislitur alþjóðlega átaksins. Sendinefnd ESB dreifir efni á samfélagsmiðlum sem fjallar um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi.

Þar að auki tók sendiherra Evrópusambandsins og starfsfólk sendinefndarinnar þátt í Ljósagöngu UN Women á Íslandi ásamt öðrum sendiherrum ESB-ríkja og starfsfólki þess. Þessi öfluga ganga minnir okkur á sameiningarkraft fjöldans í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi.

á Íslandi voru ýmis kennileiti lýst upp í appelsínugulum lit þar á meðal Harpa, Hallgrímskirkja, Háskóli Íslands og Stjórnarráðið.

 

Ofbeldi gegn konum er ekki bara glæpur - það er svik við okkar sameiginlegu gildi um reisn, jafnrétti og réttlæti. Það ógnar stöðugleika samfélaga, brýtur á mannréttindum og elur á ójöfnuði. Þetta er ekki einkamál eða kvennamál - þetta er pólitískt mál. Breytingar hefjast með okkur og þær byrja núna. - Stefano Sannino, aðalritari utanríkisþjónustu Evrópusambandsins.

Með sameiginlegu átaki og vitundarvakningu getum við bundið enda á kynbundið ofbeldi. Viðburðir eins og Orange the World minna okkur á mikilvægi þess að grípa til sameiginlegra aðgerðar og sýna samstöðu.

Kynntu þér meira:

https://europa.eu/!76XhfR og https://europa.eu/!pJjcrG og https://europa.eu/!V3DgdH

https://unwomen.is/af-hverju-fara-konur-ekki-bara-vel-sott-ljosaganga/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR1pbAZt2Do-hDyGdxHwsl-03bxzItKvjR6MANL1ACVVVrEScz4JRycinB4_aem_wFpWqRm59tE6tqMUAt4-BA

Group of Ambassadors standing next to an orange flag representing Orange the World campaign

Group of Ambassadors of EU Member States, Chargé d'affaires, EU Delegation staff and Embassy staff of several EU Member States with the Orange campaign flag of "Orange the World"
EU office in Reykjavik in Orange

EU Office - 4th Floor, in orange colours representing the Orange the World Campaign