This isn't an official website of the European Union

Opnunarhátíð Evrópska kvikmyndamánaðarins 2024

Yfir 200 manns mættu á opnunarhátíð Evrópska kvikmyndamánaðarins sem haldin var 3. nóvember í Bíó Paradís. Þetta er í þriðja sinn sem Evrópski kvikmyndamánuðurinn er haldinn á Íslandi í Bíó Paradís og stendur hátíðin til 7. desember 2024 en þá verða Evrópsku kvikmyndaverðlaunin haldin í Lucerne, Sviss.

 

Evrópski kvikmyndamánuðurinn er hafinn! Næstu sex vikur mun Bíó Paradís halda utan um fögnuð evrópskra kvikmynda þar sem stórkostlegar og fjölbreyttar kvikmyndir verða sýndar. Um alla Evrópu munu yfir 100 kvikmyndahús í 35 löndum sýna mikið úrval evrópskra kvikmynda, allt frá Aþenu til Reykjavíkur og frá Ósló til Nikósíu.

Þetta er í þriðja sinn sem Evrópski kvikmyndamánuðurinn er haldinn og mun hátíðin ná hámarki þann 7. desember 2024 þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhend í Lucerne, Sviss.

Yfir 200 gestir mættu á velheppnaða opnunarhátíð í Bíó Paradís þann 3. nóvember 2024 en Sendinefnd Evrópusambandsins styrkti viðburðinn og bauð almenningi frítt í bíó á opnuninni.

Opnunarmyndin í ár var franska-svissneska gamanmyndin "Dog on Trial" í leikstjórn Laetitia Dosch. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem hún hlaut "Palm Dog" verðlaunin - orðaleikur á Palm d'Or - sem eru verðlaun veitt fyrir bestu frammistöðu hunda í kvikmyndum! Myndin hefur hlotið góða dóma og tilnefningar til verðlauna á fjölda kvikmyndahátíða árið 2024.

 

Pictures from the opening of the European Month of Film showing guests

Pictures from the opening of the European Month of Film showing guests

 

Pictures from the opening of the European Month of Film showing guests

Pictures from the opening of the European Month of Film showing guests

 

Pictures from the opening of the European Month of Film showing guests

Pictures from the opening of the European Month of Film showing guests

 

Pictures from the opening of the European Month of Film showing guests