Opnun Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar í Bíó Paradís
Opnunarviðburður Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðarinnar fór fram í Bíó Paradís 26. október síðastliðinn og stendur hátíðin til 3. nóvember. Sendinefndin ESB er stoltur styrktaraðili hátíðarinnar enda langflestar myndir hátíðarinnar eru evrópskar. Yfir 200 börn og unglingar mættu á opnunarviðburðinn ásamt fjölskyldum sínum og sendinefnd ESB bauð þeim upp á smákökur og spurningaleik með skemmtilegum vinningum sem hittu í mark hjá krökkunum. Einnig var boðið upp á andlitsmálningu og hægt var að taka skemmtilegar myndir í myndakassa.
Hátíðin hefur verið haldin síðan árið 2013 og er þetta því í ellefta skiptið sem hátíðin er haldin. Hlutverk barnakvikmyndahátíðarinnar er að bjóða börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra aðgang að áhugaverðum og vönduðum barna- og unglingakvikmyndum víðs vegar að úr heiminum, og að auka fjölbreytni og kvikmyndalæsi barna og unglinga.
Opnunarmynd hátíðarinnar var myndin Kisi (e. Flow) eftir lettneska leikstjórann Gints Zilbalodis, sem er um einmana kisu sem lendir í hrakningum eftir mikið flóð og lendir í ýmsum ævintýrum.
Alþjóðlega barnakvikmyndahátíðin stendur til sunnudags 3. nóvember 2024 og við mælum eindregið með því að kíkja á spennandi dagskrána sem má finna á heimasíðu hátíðarinnar.