Kveðjumóttaka sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi
© European Union/Anton Brink, 2024
Það líður að kveðjustund okkar við fráfarandi sendiherra, Lucie Samcová-Hall Allen, eftir fjögur farsæl ár hjá Sendinefnd ESB á Íslandi.
Í tilefni þess mætti samstarfs- og samferðafólk hennar í kveðjumóttöku sem haldin var í húsakynnum Sendinefndar Evrópusambandsins í Reykjavík. Í ræðu sinni lagði sendiherrann áherslu á mikilvægi sterks og náins sambands milli Íslands og Evrópusambandsins og 30 ára afmæli EES-samstarfsins. Sendiherrann þakkaði öllu fólki sem hún átti gjöfult samstarf með í gegnum árin á Íslandi.
Nú þegar hún tekur við spennandi nýjum verkefnum viljum við þakka sendiherra Lucie fyrir frábært samstarf og óskum henni alls hins besta.