Kaja Kallas og Maroš Šefčovič funda með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í Brussel
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, sótti Brussel heim á miðvikudaginn 15. janúar 2025 og fundaði annars vegar með utanríkismálastjóra Evrópusambandsins og varaforseta framkvæmdastjórnar ESB (HRVP), Kaja Kallas, og hins vegar með framkvæmdastjóra ESB sem fer með viðskiptamál og málefni EES EFTA ríkjanna, Maroš Šefčovič.
Samskipti Íslands og Evrópusambandsins, EES-samstarfið, og staða aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu voru meðal málefna sem rædd voru á fundum ráðherra með utanríkismálastjóra og viðskiptamálastjóra.
Utanríkismálastjóri og viðskiptamálastjóri lögðu bæði áherslu á mikilvægi EES-samstarfsins og hversu árangusríkt samstarfið hefur verið undanfarna þrjá áratugi. Evrópusambandið staðfesti að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu er enn talin virk enda aldrei formlega afturkölluð. Skyldu Íslendingar tilkynna Evrópusambandinu ætlun sína að hefja viðræður aftur væri það í höndum ráðherraráðs ESB, framkvæmdastjórnar ESB og aðildarríkjanna að ákveða næstu skref.
European Union, 2025