Heimsókn forseta Evrópuþingflokksins Renew Europe, Valérie Hayer, auk Evrópuþingmanna Urmas Paet og Sigrid Friis
Forseti Evrópuþingflokksins Renew Europe, Valérie Hayer, heimsótti Sendinefnd Evrópusambandsins auk Evrópuþingmannanna Urmas Paet og Sigrid Friis úr sama flokki. Heimsóknin er hluti af fjögurra daga vinnuferðar til Grænlands og Íslands.
Á fundi þeirra með sendiherra Evrópusambandsins, Clara Ganslandt, og starfsfólki sendinefndarinnar ræddu Evrópuþingmennirnir samskipti Íslands og ESB, Norðurslóðarmál, og nýlegar vendingar í alþjóðastjórnmálum.
Ferð forseta Renew Europe til Íslands og Grænlands er ætlað að styrkja tengls við samstarfsaðila á svæðinu. Á Íslandi funduðu Evrópuþingmennirnir með fulltrúum Viðreisnar, en flokkurinn er hluti af Renew Europe.
European Union, 2025
European Union, 2025