Evrópurútan: Sendiherra ESB heimsótti Akranes, Blönduós, Sauðárkrók, Akureyri og Reykjanesbæ
© European Union, 2024
Evrópurúta Ranníss er nú í hringferð um landið þar sem starfsfólk Ranníss mun koma við í 12 bæjum um land allt og kynna mismunandi evrópustyrki og vekja athygli á fjölmörgum fjármögnunartækifærum sem felast í samstarfsáætlunum ESB á íslandi.
Dagana 16. og 17. september slóst sendiherra Evrópusambandsins, Clara Ganslandt, og starfsfólk sendinefndar ESB með í för og heimsóttu þau Akranes, Blönduós, Sauðárkrók, Akureyri og Reykjanesbæ.