ESB rampaði upp Hinsegin daga

Á Hinsegin dögum á allt hinsegin fólk og aðstandendur þess að geta tekið þátt í hátíðarhöldum. Sendinefnd ESB ásamt sendiráðum Frakklands, Finnlands, Svíþjóðar og Þýskalands, styrktu stolt aðgengismál á hátíðinni, þar með talið hjólastólaramp og túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Sendinefndin hefur styrkt aðgengismál á Hinsegin dögum síðastliðin fimm ár og heldur samstarfi sínu við hátíðina stolt áfram.
Sendiherra Evrópusambandsins, Lucie Samcová-Hall Allen, og starfsfólk sendinefndarinnar tóku síðan þátt í Gleðigöngunni samhliða kollegum sínum í sendiráðum erlendra ríkja á Íslandi, en hefð hefur skapast fyrir því að diplómatar á Íslandi gangi hönd í hönd í göngunni.
Dagurinn var sólríkur, fallegur og fullur af kærleika þegar þúsundir sameinuðustu í krafti fjölbreytileikans.
Hægt er að lesa ávarp sendiherra ESB í tímariti Hinsegin daga 2024.

European Union, 2024

European Union, 2024

European Union, 2024

European Union, 2024