Dómsmálaráðherra gestur á sendiherrafundi aðildarríkja ESB
Við þökkum dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, og Hauki Guðmundssyni, ráðuneytisstjóra, og Björgu Ástu Þórðardóttur, aðstoðarkonu ráðherra, fyrir afar áhugaverðar umræður á mánaðarlegum sendiherrafundi aðildarríkja ESB sem haldinn var 21. september 2023 í sendiherrabústað ESB.
Ráðherra fór yfir helstu forgangsmál ráðuneytis síns á þingárinu, stefnur og stefnubreytingar ríkisstjórnarinnar sem og svaraði spurningum sendiherranna.
Ásamt sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Lucie Samcová-Hall Allen, voru sendiherrar Danmörku, Svíþjóðar, Finnlands, Þýskalands, Frakklands, Póllands, Slóvakíu, staðgengill sendiherra Spánar, og starfsfólk Sendinefndar ESB.