This isn't an official website of the European Union

Clara Ganslandt nýr sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi

Clara Ganslandt hefur afhent forseta Íslands trúnaðarbréf sitt og tekið formlega við starfi sínu sem sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi.

 

Clara Ganslandt, hefur afhent forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum og tekið formlega við stöðu sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi.

Sendiherrann ræddi við forseta um samskipti Íslands og Evrópusambandsins og þá sérstaklega mikilvægi EES-samningsins og  samstarfsverkefna á milli Íslands og Evrópusambandsins, en rúmlega 10% íslensku þjóðarinnar hafa nýtt sér styrki fjármagnaða af Evrópusambandinu t.a.m. Erasmus+ and Creative Europe styrki.

Að lokinni afhendingu trúnaðarbréfs forseta hlaut starfsfólk Sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi tækifæri til þess að heilsa forseta.

 

EU Delegation photo-op at the President of Iceland

 

 

Viktor V. Stefánsson - stjórnmála- og fjölmiðlafulltrúi sendinefndar ESB

[email protected]

tel. +354 864 3386