This isn't an official website of the European Union

Arnheiður Björnsdóttir ráðin til Sendinefndar Evrópusambandsins

Sendinefnd Evrópusambandsins býður Arnheiði Björnsdóttur velkomna til starfa, en hún hóf nýlega störf sem starfsnemi við Stjórnmála- og upplýsingadeild sendinefndarinnar.

 

Arnheiður er útskrifuð með BA gráðu í mannfræði við Háskóla Íslands, og MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Institut Barcelona d'Estudis Internacionals (IBEI) í Barcelona, hún lauk einnig einni önn sem Erasmus+ skiptinemi við Oxford Brookes háskóla í Bretlandi í grunnámi sínu.

Í BA náminu lagði Arnheiður áherslu á að skoða sjónræna mannfræði og í MA náminu sérhæfði hún sig í málefnum Mið-Austurland og Norður-Afríku (MENA svæðið).

Samhliða námi tók hún þátt í störfum Stúdentablaðsins við HÍ, bæði sem blaðamaður og meðlimur ritstjórnar, ásamt því að sitja í alþjóðanefnd LÍS.

Vertu velkomin Arnheiður!