Aðalritari utanríkisþjónustu Evrópusambandsins sækir Ísland heim
Stefano Sannino, aðalritari utanríkisþjónustu Evrópusambandsins (EEAS) sótti Ísland heim dagana 8. og 9. ágúst 2024.
Í Reykjavík fundaði aðalritarinn með utanríkisráðherra Íslands, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, og ræddu þau um nýlegar vendingar á sviði alþjóðastjórnmála ásamt samstarf Íslands og Evrópusambandsins.
Aðalritarinn fundaði með Martin Eyjólfssyni, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, og Maríu Mjöll Jónsdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu alþjóðapólitískra málefna hjá utanríkisráðuneytinu.
Á fundinum ræddu þau náið og sterkt samstarf Íslands og Evrópusambandsins, þá sérstaklega EES-samstarfið og 30 ára afmæli þess, málefni norðurslóða, fjölþjóðlegt samtarf, stuðning við og samstöðu með Úkraínu, og þróun mála á sviði alþjóðastjórnmála.
Á meðan heimsókninni stóð hlaut aðalritarinn tækifæri til þess að heimsækja og skoða öryggissvæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, en þar fékk hann kynningu á stefnum íslenskra stjórnvalda á sviði öryggis- og varnarmála, og framlagi Íslands til alþjóðlegs öryggis- og varnarmálasamstarfs, þar á meðal NATO. Í Keflavík fundaði aðalritarinn með yfirmanni öryggissvæðisins og framkvæmdastjóra varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar, Jóni Guðnasyni, og deildarstjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Andra Júlíussyni.
Ísland er ekki einungis mikils metið samstarfsríki innan EES, heldur einnig mikilvægur samstarfsaðili Evrópusambandsins í alþjóðamálum. Ég þakka íslenskum kollegum mínum fyrir gott og uppbyggilegt samtal um málefni sem varða sameiginlega hagsmuni okkar. - Stefano Sannino
Ísland er meðal nánustu samstarfsaðila og bandamanna Evrópusambandsins. Ísland og ESB njóta góðs og náins samstarfs, þá sértaklega í tengslum við aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EES-samstarfið.
Tvíhliða samskipti milli Íslands og Evrópusambandsins halda áfram að styrkjast með aukinni þátttöku Íslands í ýmsum samstarfsáætlunum Evrópusambandsins sem og með sameiginlegum afstöðum og aðgerðum á sviði heimsmála.
EEAS er utanríkisþjónusta Evrópusambandsins. Sem aðalritari stýrir Stefano Sannino utanríkisþjónustunni undir yfirstjórn utanríkismálastjóra ESB, Joseph Borrell, og veitir stefnumótandi leiðsögn og ber ábyrgð á því að tryggja skilvirkt samræmi á utanríkis- og öryggisstefnum milli stofnana Evrópusambandsins, sendinefnda ESB og aðildarríkja ESB, sem og við þriðju ríki í gegnum pólitískar viðræður.
Stefano Sannino hefur verið aðalritari utanríkisþjónustunnar síðan 1 janúar 2021.