Menningarsamstarfi ESB og Íslands fagnað á Akureyri
Listasafnið á Akureyri iðaði af lífi þegar viðburðurinn "Evrópa í fókus" fór fram á Boreal dansvídeóhátíðinni á Akureyri. Þrátt fyrir óveðrið mættu fjölmargir gestir til að njóta kvöldsins sem var helgað evrópskri menningu, þar á meðal listamenn, stjórnmálafólk, og bæjarstjóri Akureyrar, Ásthildur Sturludóttir.
Meðal hápunkta kvöldsins voru fjögur dansvídeóverk eftir evrópska (ESB) danshöfunda. Bæði fyrir og eftir sýningar fengu gestir tækifæri til þess að skoða fjölbreytt verk hátíðarinnar og gæða sér á veitingum í boði sendinefndar ESB.
Dansvídeóverkin sem sýnd voru á viðburðinum voru eftirfarandi:
"Queens of Unwanted Things" eftir Anna Holström - Svíþjóð
//medranto// eftir Curro Rodríguez - Spánn
Osmose eftir Eva Motreff - Frakkland
Ruins Within Ruins eftir Lefteris Parasyris - Grikkland
Í ræðu sinni sagði Clara Ganslandt, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, :
Í 30 ár hefur EES-samningurinn virkað sem brú sem tengir saman íbúa okkar, fyrirtæki og listafólk. [...] Þessi samningur hefur í raun verið undirstaða færsæla og árangursríka menningarsamstarfsins milli Íslands og ESB. Þátttaka Íslands í menningaráætlun ESB, Skapandi Evrópa / Creative Europe, er frábært dæmi um þá mörgu kosti EES-aðildar, enda hafa milljarðar íslenskra króna runnið til íslenskra skapandi greina og listafólks."
Sendiherra lagði enn frekari áherslu á mikilvægi EES samningsins:
Frjálst flæði fólks, vöru, þjónustu og fjármagns hefur gert listafólki okkar kleift að ferðast milli landa til þess að vinna saman, skapa saman og miðla menningu sinni og hæfileikum með fólki um alla Evrópu. Þegar við fögnum 30 ára afmæli EES fögnum við einnig 30 árum af farsælu menningarsamstarfi milli Íslands og ESB.
Our free movement of people, goods, services and capital have allowed our artists to move freely across borders to collaborate, create and to share their cultures and skills with people across Europe. So, as we celebrate 30 years of the EEA, we are also celebrating 30 years of successful cultural cooperation between Iceland and the EU. - Clara Ganslandt, EU Ambassador to Iceland.
Sigríður Örvarsdóttir, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, bætti við:
EES hefur gert Íslandi kleift að taka virkan þátt í menningaráætlun ESB, Skapandi Evrópu / Creative Europe. Þessi þátttaka hefur skapað fjölmörg ný tækifæri fyrir listafólk okkar og menningarstofnanir. Samstarfið hefur ekki aðeins víkkað menningarsýn okkar heldur einnig styrkt tengslin á milli okkar.
Yuliana Palacios, listrænn stjórnandi Boreal, sagði:
Helsta hugmyndin á bakvið Boreal dansvídeóhátíðina var að mynda brú milli heimalands míns, Mexíkó, og nýja heimilis míns, Íslands. Það er fegurðin við Boreal; hátíðin hefur kraftinn til að tengja saman fjarlæga staði, menningarheima, fólk og fjölbreytt úrval af mismunandi listformum. Hátíðin leitast við að sýna dansvídeó án þess að skapa samkeppni milli verka eða veita verðlaun. Markmiðið Boreal dansvídeóhátíðarinnar er að tengja og hvetja listafólk - og skapa samfélag.
Sendinefnd ESB á Íslandi þakkar skipuleggjendum hátíðarinnar og starfsfólki Listasafnsins á Akureyri fyrir samstarfið og tækifærið til þess að halda vel heppnaðan viðburð í "höfuðborg" norðurlandsins, Akureyri.
Boreal dansvídeóhátíðin var stofnuð árið 2020 og er alþjóðleg dansvídeóhátíð sem haldin er á Akureyri í nánu samstarfi við Listasafnið á Akureyri. Markmið verkefnisins er að efla og kynna vídeódansverk og samtímadans. Boreal hefur sýnt verk yfir 80 danshöfunda og frá 17 löndum. Listrænn stjórnandi Boreal er Yuliana Palacios og aðstoðarstjórnandi er Jón Haukur Unnarsson.