This isn't an official website of the European Union

Ráðherraráð ESB samþykkir samninga um Uppbyggingarsjóði EES og Noregs, sem og samning um markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir

Ráðherraráð ESB samþykkti þann 25. júní 2024 samninga um Uppbyggingarsjóði EES og Noregs fyrir árin 2021-2028. Einnig var samþykktur samningur um markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir við Ísland og Noreg.

 

Ráðherraráð Evrópusambandsins samþykkti þann 25. júní 2024 samninginn um Uppbyggingarsjóði EES og Noregs (e. EEA and Norwegian Financial Mechanisms) fyrir árin 2021-2028.

Einnig var samþykktur samningur við Ísland og Noreg um markaðsaðgengi fyrir sjávarafurðir, en samið var um samninginn samhliða viðræðum um samninginn um Uppbyggingarsjóð EES.

Ráðherraráð ESB samþykkti samningana sem bíða nú staðfestingar Evrópuþingsins.

Samningar um Uppbyggingarsjóði EES og Noregs fyrir árin 2021-2028

Uppbyggingasjóðir EES og Noregs byggjast á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, en samkvæmt samningnum skuldbinda EES EFTA ríkin - Ísland, Noregur og Liechtenstein - að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði innan Evrópu í samstarfi við aðildarríki ESB, semog styrkja samvinnu milli Evrópulanda.

Öll aðildarríki að Evrópska efnahagssvæðinu, EES EFTA-ríki og ESB-ríki, er skylt að greiða framlag til samstarfs við að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði innan Evrópu. Líkt og EES EFTA-ríkin greiða í Uppbyggingarsjóði EES og Noregs, þá greiða ESB-ríkin í svokallaðan Samheldnissjóð ESB (e. Cohesion Fund) sem og aðra sjóði sem falla undir Evrópsku uppbyggingar og fjárfestingasjóðina (e. European Structural and Investment Funds).

Samningarnir tveir um Uppbyggingarsjóði EES og Noregs sem samþykktir voru hljóða upp á € 3,268 milljarða evra. til efnahagslegra og samheldnisverkefna innan Evrópska efnahagssvæðisins frá Maí 2021 til Apríl 2028.

Framlagið byggist á framlagsviðmiðum Samheldnissjóðs ESB og nær til eftirfarandi viðtökuríkja: Búlgaríu, Króatíu, Kýpurs, Tékklands, Eistlands, Grikklands, Ungverjalands, Lettlands, Litháens, Möltu, Póllands, Portúgals, Rúmeníu, Slóvakíu og Slóveníu.

 

Tvíhliða samningar við Ísland og Noreg um markaðsaðgengi sjávarafurða

Tveir samningar voru einnig samþykktir við Ísland, annars vegar, og Noreg, hins vegar, um markaðsaðgengi sjávarafurða fyrir árin 2021 til 2028. Samningarnir byggjast á samningum fyrir árin 2014 - 2021. Samið var um markaðasaðgengið samhliða viðræðum um framlög EES EFTA-ríkjanna til Uppbyggingarsjóða EES og Noregs. Samningum þessum er ætlað að auka möguleika á tollfrjálsum útflutningi íslenskra og norskra sjávarafurða til ESB-ríkjanna 27.

Noregur mun einnig endurnýja samnkomulag sitt við ESB um fiskflutninga fiskveiðiskipa ESB-ríkja sem landa í Noregi.

Næstu skref

Framkvæmdastjórn ESB og EES EFTA-ríkin munu undirrita ofangreinda samninga.

Samningar verða virkjaðir á meðan formlegri málsmeðferð lýkur og þar til samningar verða formlega fullgiltir.

Ráðherraráðið um formlega samþykkja samningana eftir að Evrópuþingið hefur veitt samningum samþykki sitt.

Bakgrunnsupplýsingar

EES-samningurinn, sem tók gildi árið 1994, veitir Íslandi, Noregi og Liechtenstein fulla aðild að evrópska innri markaðnum. EES-ríkin hafa síðan þá greitt í uppbyggingarsjóði með það markmið að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði innan Evrópska efnahagssvæðisins og skylda til framlagsins byggir á 115. grein EES-samningsins.

Þar að auki fjármagnar Noregur einnig sérstakan uppbyggingarsjóð sem kallast Uppbyggingarsjóður Noregs (e. Norwegian financial mechanism). En sá  uppbyggingarsjóður er til viðbótar við Uppbyggingarsjóð EES.

Eftir að samningarnir um Uppbyggingarsjóði EES og Noregs fyrir árin 2014 - 2021 runnu út í Maí 2021 veitti Ráðherraráð ESB Framkvæmdastjórninni heimild til þess að hefja viðræður við Ísland, Noreg og Liechtenstein um fjármögnun til efnahagslegra og félagslegra verkefna innan EES-svæðisins fyrir komandi tímabil.

Formlegar viðræður hófust 16 júní 2022. Samhliða viðræðum um Uppbyggingarsjóði EES og Noregs áttu sér stað tvíhliða samningaviðræður um markaðsaðgengi fyrir sjávarafurðir milli ESB og Íslands annars vegar og ESB og Noregs hinsvegar.

Samkomulag um samningana náðust milli samninganefnda 30 nóvember 2023.

Hægt er að lesa upprunalega fréttatilkynningu á vef Ráðherraráðs ESB: https://europa.eu/!brQQrR

See original press release on the Council website: https://europa.eu/!brQQrR

Liis Jaansalu Press officer at Council of the EU

  • +32 470 89 08 50
  • +32 2 281 3871

If you are not a journalist, please send your request to the public information service.